Leikhús

Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu
Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda í gærkvöldi, á öðrum degi jóla. Verkið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 og er því lýst sem er leiftrandi, áleitnu og átakanlegu nútímaverki.

Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum
Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum.

Jói Pé og Króli skrifa söngleik
Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins.

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á barni. Það tilkynnti Vala Kristín á Instagram í dag.

Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge
Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á nýrri útfærslu Nordiska Production á Moulin Rouge! söngleiknum sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu í september 2025.

250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“
Einn þekktasti söngleikur landsins um Ellý var sýndur í 250. sinn í Borgarleikhúsinu um helgina. Að sögn aðstandenda sýningarinnar var gríðarleg stemning.

Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði
Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni.

Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár
Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka.

Er bókstaflega skíthrædd
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum.

Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins
Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Yerma, sem er leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem hefur slegið rækilega í gegn víða um heim.

Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið
Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í dag samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Samningurinn gildir frá fyrsta janúar 2025 til og með 31. desember 2027.

Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“
Björgvin Franz Gíslason leikari varð fyrir því óhappi á sýningu Ellýjar í Borgarleikhúsinu að detta í miðri sýningu. Leikarinn virtist þó finna fljótt út úr því og stóð strax upp. Sjálfur segir hann þetta hafa verið „eitt lélegasta fall leikhússögunnar“.

Hagaskóli vann Skrekk
Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.

Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður
Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið lagt niður. Ýmsir erfiðleikar höfðu áhrif á starfsemina. Flestir meðlimir félagsins hafa gengið í raðir annarra leikfélaga.

Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni
Þann 14. nóvember næstkomandi hefjast sýningar á Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hefur tvisvar áður verið á fjölum leikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur.

Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund?
„Við ætlum að segja sögu Ladda. Þetta er ævisöguleikrit eins og Elly og Níu líf og Ásta og karakterar og persónur Ladda þær halda svolítið á því að segja söguna. Þannig við fáum að sjá Ladda á sviðinu hitta Eirík Fjalar, Dengsa, Hallgrím, Mófreð.“

Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi.

Símon veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta
Eltum veðrið er ný sýning Þjóðleikhússins og er óhætt að segja að hún hafi hlotið blendnar viðtökur. Símon Birgisson, kennari í Hafnarfirði og nýráðinn gagnrýnandi Viðskiptablaðsins, skefur ekki af því í nýjum dómi:

Frumsýning á Vísi: Stikla úr sýningunni Óskaland
Vísir frumsýnir hér glænýja stiklu úr sýningunni Óskaland í tilefni af frumsýningu leikritsins á Stóra sviði Borgarleikhússins. Óskaland er fyndin og hjartnæm sýning um fjölskylduflækjur og kynslóðabil. Leikstjórn er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar.

Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið
Mikið var um dýrðir þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi bráðfyndna útilegufarsann Eltum veðrið síðastliðið föstudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru sjálf forsetahjónin.

„Þetta er móðgun gegn Íslandi“
Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi.

Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu
Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti.

Ávaxtakarfan frumsýnd í Hveragerði
Immi ananas, Mæja jarðarber, Rauða eplið, Gedda gulrót og græni bananinn verða eflaust áberandi í Hveragerði á næstu vikum því Ávaxtakarfan var frumsýnt þar í dag eftir margra vikna æfingaferli. Leikstjórinn er hæst ánægður með útkomuna.

Fagnaðarfundir á fyrstu frumsýningu vetrarins
Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld þegar fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd en um er að ræða verkið Sýslumaður Dauðans. Verkið er íslenskur drama-gamanleikur eftir Björn Jón Sigurðsson fráfarandi leikskáld hússins.

Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu
Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Orð gegn orði þar sem Ebba Katrín Finnsdóttir þykir fara á kostum í hlutverki lögfræðingsins Tessu. Nú styttist í 60. sýninguna en alls hafa um tólf þúsund leikhúsgestir upplifað þessa mögnuðu sýningu.

Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara
Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar.

Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu
Eltum veðrið er heitið á glænýjum íslenskum gamanleik sem verður sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 4. október næstkomandi.

Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“
Ertu meðvirkur en nennir ekki sjálfsvinnu og löngu bataferli? Codapent er ný lyfjameðferð við meðvirkni. Á morgun verður borðið upp á heimakynningu á Codapent á Hamraborg Festival þar sem meðvirkir geta prófað meðferðina á eigin skinni.

Einstök saga sem á erindi við okkur öll
Taktu flugið, beibí! er glænýtt íslenskt verk sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 12. september.