Borgarstjórn

Reykjavík hefur opinn faðm
Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur.

Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni
Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum.

Leyfum Hildi að rétta kúrsinn
Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík
Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt.

Ragnhildur Alda í fyrsta sæti
Ég var mjög ánægð þegar ég las grein í Morgunblaðinu laugardaginn 26. feb. sl. eftir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttir. Ég sagði upphátt „loksins“ Loksins kemur fram frambærilegur frambjóðandi í forystusæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Alda stefnufestu
„Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga.“

Stöðvum stjórnleysið í rekstri borgarinnar
Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra.

Lýðræðisveisla í Valhöll
Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka.

Kjartan Magnússon er ríkur af reynslu
Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka.

Hildur sér heildarmyndina
Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar.

Tíu atriði sem við getum gert svo miklu betur í borginni
Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti.

Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu
Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum.

Við erum fimmtíu biðlistaforeldrar sem styðjum Hildi!
Við, undirrituð, erum fimmtíu foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem styðjum Hildi Björnsdóttur til þess að taka á leikskólavandanum í borginni. Við trúum því að hún skilji veruleika okkar sem teljum að borgin forgangsraði ekki í þágu barna. Við trúum því að Hildur sé reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum til þess að leysa bráðavandann.

Kjósum Hildi (og Róbert líka)!
Undanfarna áratugi hef ég rekið veitingastaði í borginni. Sem eigandi að veitingarekstri þekki ég tvennt betur en flestir. Gott hráefni, og nauðsyn þess að sýna ráðdeild í rekstri.

Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni
Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti.

Eitt útilokar ekki annað
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga.

Akkurat núna
Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til?

Þjóðarleikvanga á nýja staði
Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni.

Ingibjörg Gréta sækist eftir 5. sæti
Ingibjörg Gréta Gísladóttir, nýsköpunarfræðingur og leikkona, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi.

Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33
Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu.

Rigningin skolar snjónum í burtu en vandinn við stjórn borgarinnar er viðvarandi
Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur.

Ómar Már vill leiða lista Miðflokksins í Reykjavík
Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Tökum til borginni
Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa.

Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar
Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld.

Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum.

Adda Bára Sigfúsdóttir er látin
Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Listi Samfylkingar samþykktur og Dagur segir hann sigurstranglegan
Listi Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí var samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs flokksins í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir listann sigurstranglegan.

Líf og Stefán leiða VG í Reykjavík
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi bar sigur úr býtum í forvali VG í Reykjavík en kosið var í dag. Stefán Pálsson mun skipa 2.sæti listans.

Þórdís Lóa hafði betur í fyrsta prófkjöri Viðreisnar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Hún hafði betur gegn nöfnu sinni, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur. Greint var frá niðurstöðunum í prófkjörsveislu Viðreisnar rétt í þessu.