Clinton fagnað gríðarlega 27. júlí 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira