Íslandsmetin halda áfram að falla á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug á lokakeppnisdeginum.
Nú rétt í þessu var Árni Már Árnason að slá Íslandsmet í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á tímanum 22,29 sekúndum. Fyrra metið átti Örn Arnarson sem hann setti árið 2002 þegar hann synti á tímanum 22,33.
Þá setti Erla Dögg Haraldsdóttir sitt annað Íslandsmet í dag þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi á tímanum 31,26 en gamli tíminn var 31,61.