Kolbrún Alda Stefánsdóttir (Fjörður/SH) komst í úrslit í 100m bringusundi á HM fatlaðra í Glasgow í Skotlandi í dag.
Í undanrásunum synti Kolbrún á tímanum 1:27,66 mínútunum. Í úrslitasundinu kom hún í bakkann á 1:25,59 mínútunum og endaði í 7. sæti.
Jón Margeir Sverrisson (Fjölnir) komst ekki í úrslit í 100m bringusundi en hann synti á 1:14,26 mín. í undanrásanum.
Sömu sögu var að segja af Thelmu Björg Björnsdóttur (ÍFR)sem komst ekki í úrslit í 400m skriðsundi. Thelma synti á 6:14,31 mín. en Íslandsmet hennar í greininni er 6:03,67 mín.
Kolbrún Alda í 7. sæti í bringusundi á HM í Glasgow
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


