Selta frá Grænlandi átti þátt í mengun í Reykjavík Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 10. janúar 2019 17:30 Mengunin hefur dregið úr skyggni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þessi mynd var tekin á Kringlumýrarbraut í suðurátt fyrir klukkan 14:00. Vísir/Vilhelm Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni. Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni.
Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira