Hjartnæm ástæða en dómaranum gæti verið refsað Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 08:31 Octavian Sovre náði að fá eiginhandaráritun frá Erling Braut Haaland í fyrrakvöld, á gult og rautt spjald sem hann var með í brjóstvasanum. Getty/Alex Nicodim og Clive Brunskill Það vakti mikla athygli í vikunni þegar það sást til rúmenska dómarans Octavian Sovre fá eiginhandaráritun hjá norsku fótboltastjörnunni Erling Braut Haaland. Sovre gerði þetta í þágu góðs málefnis en athæfið gæti dregið dilk á eftir sér. Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira