Karitas fimmti leikmaður KFR til að spila fyrir kvennalandsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 13:31 Karitas sést hér reyna stöðva Sveindísi Jane Jónsdóttur. Karitas mun leika með Blikum næsta sumar og þó Sveindís Jane sé farin í atvinnumennsku eru þær samherjar í íslenska landsliðinu í dag. Vísir/Vilhelm Þegar Karitas Tómasdóttir kom inn af varamannabekk íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu á dögunum varð hún fimmti leikmaður Knattspyrnufélags Rangæinga til að landsleik. Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00. Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00.
Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti