Ver Kepa mark Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 23:00 Kepa gæti staðið milli stanganna í leik Chelsea og Manchester City næstu helgi. EPA-EFE/Shaun Botterill Það gæti farið svo að Edouard Mendy, markvörður Chelsea, verði fjarri góðu gamni er Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn Kepa Arrizabalaga gæti því staðið vaktina er félögin mætast þann 29. maí. Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti