Bayern gat með sigri tryggt sér titilinn en Wolfsburg var á hælum Bæjara, svo þær máttu ekki misstíga sig.
Bayern var tveimur mörkum yfir í hálfleik, bættu við þriðja markinu á 54. mínútu og því fjórða í uppbótartíma.
Karólína Lea kom inn á sem varamaður á 84. mínútu.
Bayern endar með 61 stig á toppnum en Wolfsburg endar í öðru sætinu með 59 stig.
Alexandra Jóhannsdóttir spilaði síðari hálfleikinn fyrir Frankfurt sem endar í sjötta sætinu.
🏆🏆 #MiaSanMeister 🏆🏆 pic.twitter.com/rqXaaFIINa
— 🏆 MEISTERINNEN 🏆 (@FCBfrauen) June 6, 2021