Stuðningsmaður kærður fyrir líkamsárás en leikmaðurinn fékk rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 09:30 Funso Ojo var hissa á rauða spjaldinu og hann var ekki sá eini. Getty/Scott Baxter Þau geta stundum verið frekar ósanngjörn rauðu spjöldin sem knattspyrnuleikmenn fá og gott dæmi um það var í leik Aberdeen og Dundee United í skosku deildinni um helgina. Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Skoski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Skoski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira