Staðan í hálfleik í viðureign Celtic og Real Madrid var enn 0-0 þar sem bæði lið fengu góð færi til að brjóta ísinn. Það voru þó gestirnir fra Madrídarborg sem tóku forystuna þegar Vinicius Jr. kom liðinu yfir með marki á 56. mínútu áður en Luka Modrc breytti stöðunni í 0-2 fjórum mínútum síðar.
Það var svo Eden Hazard sem gulltryggði sigur Madrídinga þegar hann skoraði þriðja mark liðsins tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok og niðurstaðan því 0-3 sigur Real Madrid.
Í sama riðli heimsótti Shaktar Donetsk lið RB Leipzig þar sem þeir fyrrnefndu unnu góðan 1-4 sigur. Gestirnir í Shaktar tóku forystuna strax á 16. mínútu áður en Mohamed Simakan jafnaði metin á 57. mínutu.
Gestirnir tóku þó forystuna á ný aðeins mínútu síðar og bættu öðrum tveimur mörkum við áður en lokaflautið gall og niðurstaðan því 1-4 sigur Shaktar Donetsk.
Úrslit kvöldsins
E-riðill
Dinamo Zagreb 1-0 Chelsea
FC Salzburg 1-1 AC Milan
F-riðill
Celtic 0-3 Real Madrid
RB Leipzig 1-4 Shaktar Donetsk
G-riðill
Borussia Dortmund 3-0 FC Kaupmannahöfn
Sevilla 0-4 Manchester City
H-riðill
Benfica 2-0 Maccabi Haifa
Paris Saint-Germain 2-1 Juventus