Þetta var mark númer 52 hjá Giroud fyrir franska landsliðið og er hann því orðinn efstur á lista yfir markahæstu leikmenn franska landsliðsins frá upphafi.
10
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024FRA) December 4, 2022
1 Olivier Giroud 52
2 Thierry Henry 51
3 Antoine Griezmann 42
4 Michel Platini 41
5 Karim Benzema 37
6 David Trezeguet 34
7 Kylian Mbappé 31
Zinédine Zidane 31
9 Just Fontaine30
Jean-Pierre Papin 30#FRAPOL pic.twitter.com/gKxs6qIIH0
Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að kappinn var orðinn 25 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik en hann hefur verið algjör lykilmaður í sigursælu liði Frakka á undanförnum árum.
Hann hefur spilað 117 landsleiki en Thierry Henry sem var markahæstur á undan Giroud gerði 51 mark í 123 leikjum.
Á lista yfir tíu markahæstu leikmenn Frakklands eru þrír aðrir leikmenn sem enn eru að; þeir Antoine Griezmann (42), Karim Benzema (37) og Kylian Mbappe (33).