Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en tölurnar byggja á árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
Launavísitalan hækkaði um 1,6 prósent í apríl og á sama tíma hækkaði vísitala grunnlauna um 1,3 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,5 prósent og vísitala grunnlauna um 9,1 prósent.