Kane lét sér ekki nægja að skora mörk í dag heldur bætti hann einnig við tveimur stoðsendingum. Hann er því kominn með sjö mörk í fimm deildarleikjum og þrjár stoðsendingar að auki.
Bayern er taplaust á toppi deildarinnar með þrettán stig eftir fimm umferðir.
Alls eru sex leikir á dagskrá í þýsku deildinni í dag, en leikur Bremen og Köln hefst kl. 16:30
Úrslit dagsins
Union Berlin 0 - Hoffenheim 2
Dortmund 1 - Wolfsburg 0
Borussia M'gladbach 0 -Leipzig 1
Augsburg 2 - Mainz 1