Saarbrucken fór ótrúlega leið í undanúrslit. Saarbrucken sló út B-deildarlið Karlsruher SC í fyrstu umferð áður en félagið mætti liðum úr efstu deild í næstu þremur umferðum.
Það voru heldur engin smálið sem Saarbrucken þurfti að slá út á leið sinni í undanúrslitin, en liðið mætti Bayern München í annarri umferð, Eintracht Frankfurt í þriðju umferð og Borussia Mönchengladbach í átta liða úrslitum.
Öskubuskuævintýrið tók þó enda í gærkvöldi þegar Saarbrucken þurfti að sætta sig við 2-0 tap gegn B-deildarliði Kaiserslautern þar sem Marlon Ritter og Almamy Toure skoruðu mörk Kaiserslauten.
KAISERSLAUTERN REACH GERMAN CUP FINAL. The first 2nd-tier team to do so since 2011; their fans rightfully party. 🇩🇪
— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 2, 2024
They end local rivals Saarbrucken's fairytale run with a 2-0 road win. Where Bayern Munich failed, 16th place in 2. Bundesliga succeed. 💪pic.twitter.com/N72GeTBE6a
Kaiserslautern er því á leið í úrslit þýsku bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2003 þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Bayern München. Andstæðingar þeirra verða annað hvort Bayer Leverkusen eða Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf, en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld.