Ástin og lífið

Fréttamynd

Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper.

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Steinunni

Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Lífið
Fréttamynd

Endur­nýjuðu heitin að rúss­neskum sið

Ragnar Sigurðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans, Elena Bach, endurnýjuðu heitin með glæsilegri brúðkaupsveislu í Rússlandi í byrjun desember síðastliðnum. Hjónin gengu í hjónaband í október 2020. Ragnar og Elena birtu óséðar myndir frá deginum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum.

Lífið
Fréttamynd

Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum

Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag

Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson og Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona nefndu dóttur sína í dag. Stúlkan fékk nafnið Eilíf Alda en hún er fædd í desember.

Lífið
Fréttamynd

„Það getur enginn sært þig án þíns sam­þykkis“

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál.

Lífið
Fréttamynd

Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkra­bíl, bara strax“

Hjálmar Örn Jóhannsson segist hafa upplifað svo mikinn sársauka þegar hann fékk hjartaáfall síðasta laugardag að hann hafi langað út úr líkamanum. Hann segist strax um morguninn hafa vaknað eitthvað skrítinn. Hann rauk út af heimili sínu og til móts við sjúkrabílinn, hann gat einfaldlega ekki beðið og segist hafa velt því fyrir sér hvort hann myndi vakna aftur á sjúkrahúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Segir gott að elska Ara

Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hrím, fagna í dag tveggja ára sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins deildu þau fallegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Um náttúrulög­mál og af­tengingu

Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Var mjög heit fyrir lýtalækninum

„Ég elska að vera lengi að mála mig og hlusta á gellu hlaðvarp. Ég elska enn meira að fara í langa sjóðandi heita sturtu,“ segir Tara Sif Birgisdóttir, þjálfari, dansari og fasteignasali, sem lýsir sjálfri sér sem jákvæðri og hreinskilinni girly-girl.

Lífið
Fréttamynd

Eiður Smári og Halla Vil­hjálms í skíðaævintýri

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er í skíðaferð í Sviss ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel, leikkonu og verðbréfamiðlara. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið að hittast undanfarið.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Kær­leiks­ríkir menn á Bessa­stöðum

Marsmánuður er genginn í garð og veturinn mætti aftur með snjókomu, lægðum og öðru fjöri. Mánuðurinn virðist þó fara vel í stjörnur landsins sem hafa það huggulegt í hversdagsleikanum, baka bollur, fagna kærleikanum, í fríi erlendis og skella sér á skíði. 

Lífið
Fréttamynd

Hund­leið á að bíða eftir karl­manni og greip í taumana

„Mér fannst svo fáránleg hugsun að ég þyrfti að bíða eftir einhverjum öðrum til að láta minn draum rætast og skapa mér það líf sem mig langaði í. Ég vildi taka stjórnina,“ segir Sigrún Dóra Jóhannsdóttir. Hún var 32 ára gömul þegar hún tók þá ákvörðun að eignast barn einsömul. 

Lífið
Fréttamynd

Hjálmar Örn fékk hjarta­á­fall

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu

World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið.

Lífið
Fréttamynd

Sér­fræðingarnir

Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni.

Skoðun
Fréttamynd

Ása Steinars á von á barni

Ása Stein­ars, áhrifavaldur og ferðaljós­mynd­ari, og eig­inmaður henn­ar, Leo Als­ved, eiga von á sínu öðru barni.

Lífið
Fréttamynd

Fluttu með alla fjöl­skylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“

„Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum.

Lífið
Fréttamynd

Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ætt­leiddu ekki bara

Dönsku hjónin og áhrifavaldarnir Frederik Haun og Morten Kjeldgaard eignuðust tvíburastúlkur í september síðastliðnum með aðstoð staðgöngumóður. Þeir eru eitt frægasta par Danmerkur og segjast reglulega vera spurðir hvers vegna þeir hafi ekki ættleitt. Þeir segja svarið einfalt, þeir hafi viljað tengjast börnum sínum á líffræðilegan hátt.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skvísupartý, konu­dagurinn og Söngva­keppnin

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi febrúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Konudagurinn, Söngvakeppnin og skvísupartý bar þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða á skíðum í ítölsku Ölpunum.

Lífið
Fréttamynd

Skot­heldar hug­myndir fyrir konu­daginn

Konudagurinn, fyrsti dagur Góu, er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra konur landsins með fallegum blómvendi eða öðrum gjöfum. Hér fyrir neðan fá finna fjölbreyttar hugmyndir um gjafir og samveru fyrir konudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Eva sýnir giftingahringinn

Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, birti mynd af vinstri hönd sinni á Instagram. Á myndinni má veglegan, gylltan giftingahring með stórum steini á baugfingri hennar.

Lífið
Fréttamynd

Traustið var löngu farið úr sam­bandinu

Unnur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Bakarísins Jóa Fel og fyrrverandi eiginkona veitingamannsins Jóa Fel, segir traustið hafa verið löngu farið úr sambandi þeirra fyrir skilnað. Hún þakkar hugvíkkandi efnum hvernig gekk að vinna úr skilnaðinum.

Lífið