Þetta ritaði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, við færslu á Facebook í kvöld. Þar deildi hann myndbandi sem hann sýndi landsliðsstelpunum í kvöld til að koma þeim í gírinn fyrir slaginn gegn Evrópumeisturum Þjóðverja á morgun.
Myndbandið má sjá að neðan en undir myndunum hljómar lag keppninnar, Winning ground, með sænska hjartaknúsaranum Eric Saade.