Trump og Kim funda 12. júní Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 15:20 Donald Trump og Kim Jong-un. Vísir/AFP Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira