Erling Braut Håland heldur áfram að slá í gegn í Evrópuboltanum en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Dortmund eftir skiptin frá Salzburg.
Dortmund festi kaup á Norðmanninum undir lok desember en þýski boltinn fór aftur af stað eftir jólafrí. Håland byrjaði á bekknum.
Florian Niederlechner og Marco Richter komu Augsburg í 2-0 áður en Julian Brandt minnkaði muninn. Sex mínútum síðar kom Florian Niederlechner Augsburg aftur í tveggja marka forystu.
Þá kallaði þjálfari Dortmund, Lucien Favre, á Norðmanninn sem var búinn að minnka muninn þremur mínútum eftir að hafa komið inn á.
56 minutes: Erling Haaland come on to make his #BVB debut.
— John Bennett (@JohnBennettBBC) January 18, 2020
59 minutes: Erling Haaland scores on his #BVB debut.
Jadon Sancho jafnaði metin á 61. mínútu og Håland bætti svo við tveimur mörkum; einu á 70. mínútu og fullkomnaði þrennuna svo á 79. mínútu.
Algjörlega mögnuð byrjun hjá honum í Þýskalandi en Dortmund er í 4. sæti deildarinnar með 33 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Leipzig.
Alfreð Finnbogason er að komast aftur af stað eftir meiðsli og var því ekki með Augsburg sem er í 10. sæti deildarinnar.
Erling Håland joins Pierre-Emerick Aubameyang as the only Borussia Dortmund players to score a hat-trick on their club debut.
— Squawka Football (@Squawka) January 18, 2020
Wow. Just wow. pic.twitter.com/1ZuyJcikBe
Önnur úrslit dagsins:
FC Köln - Wolfsburg 3-1
Mainz 05 - Freiburg 1-2
Augsburg - Dortmund 3-5
Fortuna Dusseldorf - Werder Bremen 0-1
Hoffenheim - Eintracht Frankfurt 1-2
17.30 Leipzig - FC Union Berlin