Bangsar sjást nú víða í gluggum hjá fólki. Ekki er um að ræða nýja tísku í heimilisskreytingum, heldur hafa Íslendingar tekið þetta upp að erlendri fyrirmynd sem einn lið í því að hafa ofan af fyrir börnum í aukinni veru þeirra heima við á meðan faraldur kórónuveiru gengur yfir.
Gamanið snýst um að fara í göngutúra og reyna að finna sem flesta bangsa í gluggum. Því má gera ráð fyrir börnum og fjölskyldum á tuskudýraveiðum næstu daga.
Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir af böngsum í gluggum borgarinnar.