Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Máni Snær Þorláksson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Verði tillagan samþykkt munu foreldrar fá greitt fyrir að vera heima með börnum sínum þegar fæðingarorlofi lýkur. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. Tvær tillögur um málið voru lagðar fram á borgarstjórnarfundi sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Ásamt tillögu Sjálfstæðisflokksins kom tillaga frá Flokki fólksins. Í tillögu Flokks fólksins var talað um heimgreiðslur en einnig hefur verið talað um þjónustutryggingu. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útskýrði að þrátt fyrir að um mismunandi hugtök væri að ræða þá væri þetta allt af sama meiði. Enda voru tillögur flokkanna tveggja í grunninn nokkuð svipaðar og voru því báðar teknar fyrir í sömu umræðunni á fundinum. Helsti munurinn á tillögunum er sá að Flokkur fólksins hafði ekki upphæð á mánaðarlegu greiðslunum í sinni tillögu. Uppbygging leikskóla í forgangi Sem fyrr segir var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins til meðferðar borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í kjölfarið fram bókun og sögðu að hæglega hefði mátt samþykkja tillöguna strax á fundi borgarstjórnar. „Því er þó fagnað að málinu sé vísað til áframhaldandi úrvinnslu borgarráðs,“ segir í bókuninni. Hildur Björnsdóttir kynnti tillögu Sjálfstæðisflokksins um foreldrastyrk.Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar meirihlutans lögðu einnig fram bókun. Í henni segir að stefna meirihlutans sé sú að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum lausnum. Uppbygging nýrra leikskóla sé þó forgangsatriði. „Fyrir dyrum stendur heildstæð stefnumótun í málefnum barna á fyrstu sex árum ævinnar. Þar verður unnið að mótun tillagna um leiðir til að efla leikskólastarfið í borginni samhliða því að mæta betur þörfum foreldra yngstu barna og er tillögum um foreldrastyrki og heimgreiðslur vísað í þá vinnu með viðkomu í borgarráði,“ segir í bókun meirihlutans. Uppbygging leikskóla er í forgangi hjá meirihlutanum. Ragnar Visage Telur heimgreiðslur skaðlegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði einnig fram bókun. Líf segir að þrátt fyrir að heimgreiðslur séu oft kynntar sem snjallar bráðabirgðalausnir þá eigi þær sér skuggahliðar. „Í rauninni geta þær reynst afar skaðlegar þar sem þær eru einkum til þess fallnar að halda konum inni á heimilum og frá atvinnuþátttöku og draga jafnvel úr líkunum á því að börn njóti aðgengis að fyrsta menntastigi barna, leikskólanum.“ Líf Magneudóttir segir að heimgreiðslur geti reynst skaðlegar. vísir/egill Líf telur heimgreiðslur því ekki vera farsæla viðbót til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Lausnin felist frekar í lengra og sveigjanlegra fæðingarorlofi, eflingu leikskólastigsins, fjölgun leikskólakennara, bættri starfsaðstöðum og öflugri uppbyggingu menntastofnana í öllum hverfum. Ástandið óboðlegt Í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, er vakin frekari athygli á ástandinu í leikskólamálum í borginni. „Sú þjónusta sem nú er í boði í leikskólum borgarinnar er óviðunandi. Það er ekki aðeins eitt heldur margt,“ segir Kolbrún. „Húsnæði margt hvert er myglað með tilheyrandi raski. Opnunartímar hafa verið skertir og fólk fæst ekki til að vinna á leikskólum. Öll áhersla þessa meirihluta ætti að vera á að leysa mannekluvandann sem fengið hefur að festa sig í sessi.“ Kolbrún Baldursdóttir segir þjónustuna í leikskólum borgarinnar vera óviðunandi. Þá segir Kolbrún að það virðist vera sem meirihluti borgarstjórnar hafi gefist upp. „Þetta er fyrst og fremst spurning um laun og vinnuaðstæður. Meirihlutinn í borgarstjórn getur leyst þennan vanda enda heldur hann utan um buddu borgarsjóðs.“ Einnig segir Kolbrún að nú berist foreldrum í borginni bréf frá leikskólum þess efnis að loka þurfi deildir og að settar hafi verið á skipulagðar skerðingar. „Áhyggjur foreldra eru áþreifanlegar en ekki síður má finna til með starfsfólki sem reynir að halda sjó við þessar erfiðu aðstæður,“ segir hún. „Þetta ástand er með öllu óboðlegt að mati Flokks fólksins. Lítið er að frétta af úrbótum og úrræðum meirihlutans sem staðfestir uppgjöf hans í þessu erfiða máli.“ Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Tvær tillögur um málið voru lagðar fram á borgarstjórnarfundi sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Ásamt tillögu Sjálfstæðisflokksins kom tillaga frá Flokki fólksins. Í tillögu Flokks fólksins var talað um heimgreiðslur en einnig hefur verið talað um þjónustutryggingu. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útskýrði að þrátt fyrir að um mismunandi hugtök væri að ræða þá væri þetta allt af sama meiði. Enda voru tillögur flokkanna tveggja í grunninn nokkuð svipaðar og voru því báðar teknar fyrir í sömu umræðunni á fundinum. Helsti munurinn á tillögunum er sá að Flokkur fólksins hafði ekki upphæð á mánaðarlegu greiðslunum í sinni tillögu. Uppbygging leikskóla í forgangi Sem fyrr segir var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins til meðferðar borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í kjölfarið fram bókun og sögðu að hæglega hefði mátt samþykkja tillöguna strax á fundi borgarstjórnar. „Því er þó fagnað að málinu sé vísað til áframhaldandi úrvinnslu borgarráðs,“ segir í bókuninni. Hildur Björnsdóttir kynnti tillögu Sjálfstæðisflokksins um foreldrastyrk.Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar meirihlutans lögðu einnig fram bókun. Í henni segir að stefna meirihlutans sé sú að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum lausnum. Uppbygging nýrra leikskóla sé þó forgangsatriði. „Fyrir dyrum stendur heildstæð stefnumótun í málefnum barna á fyrstu sex árum ævinnar. Þar verður unnið að mótun tillagna um leiðir til að efla leikskólastarfið í borginni samhliða því að mæta betur þörfum foreldra yngstu barna og er tillögum um foreldrastyrki og heimgreiðslur vísað í þá vinnu með viðkomu í borgarráði,“ segir í bókun meirihlutans. Uppbygging leikskóla er í forgangi hjá meirihlutanum. Ragnar Visage Telur heimgreiðslur skaðlegar Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði einnig fram bókun. Líf segir að þrátt fyrir að heimgreiðslur séu oft kynntar sem snjallar bráðabirgðalausnir þá eigi þær sér skuggahliðar. „Í rauninni geta þær reynst afar skaðlegar þar sem þær eru einkum til þess fallnar að halda konum inni á heimilum og frá atvinnuþátttöku og draga jafnvel úr líkunum á því að börn njóti aðgengis að fyrsta menntastigi barna, leikskólanum.“ Líf Magneudóttir segir að heimgreiðslur geti reynst skaðlegar. vísir/egill Líf telur heimgreiðslur því ekki vera farsæla viðbót til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Lausnin felist frekar í lengra og sveigjanlegra fæðingarorlofi, eflingu leikskólastigsins, fjölgun leikskólakennara, bættri starfsaðstöðum og öflugri uppbyggingu menntastofnana í öllum hverfum. Ástandið óboðlegt Í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, er vakin frekari athygli á ástandinu í leikskólamálum í borginni. „Sú þjónusta sem nú er í boði í leikskólum borgarinnar er óviðunandi. Það er ekki aðeins eitt heldur margt,“ segir Kolbrún. „Húsnæði margt hvert er myglað með tilheyrandi raski. Opnunartímar hafa verið skertir og fólk fæst ekki til að vinna á leikskólum. Öll áhersla þessa meirihluta ætti að vera á að leysa mannekluvandann sem fengið hefur að festa sig í sessi.“ Kolbrún Baldursdóttir segir þjónustuna í leikskólum borgarinnar vera óviðunandi. Þá segir Kolbrún að það virðist vera sem meirihluti borgarstjórnar hafi gefist upp. „Þetta er fyrst og fremst spurning um laun og vinnuaðstæður. Meirihlutinn í borgarstjórn getur leyst þennan vanda enda heldur hann utan um buddu borgarsjóðs.“ Einnig segir Kolbrún að nú berist foreldrum í borginni bréf frá leikskólum þess efnis að loka þurfi deildir og að settar hafi verið á skipulagðar skerðingar. „Áhyggjur foreldra eru áþreifanlegar en ekki síður má finna til með starfsfólki sem reynir að halda sjó við þessar erfiðu aðstæður,“ segir hún. „Þetta ástand er með öllu óboðlegt að mati Flokks fólksins. Lítið er að frétta af úrbótum og úrræðum meirihlutans sem staðfestir uppgjöf hans í þessu erfiða máli.“
Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira