Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:01 Sadio Mané þarf að punga út ágætis summu og gæti verið á leiðinni frá Bayern. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. Mané gekk í raðir Bayern síðasta sumar en það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Senegalanum í Þýskalandi. Í tapinu gegn Man City lenti Mané og Sané saman sem leiddi til þess að Mané sló til þýska vængmannsins eftir leik. Höggið var nægilega þungt til að efri vör Sané stokkbólgnaði. Blaðamaðurinn Florian Plettenberg hefur greint frá því að Bayern hafi sektað Mané upp á 300 þúsund evrur eða rúmar 45 milljónir íslenskra króna. Plettenberg greinir einnig frá því að Tuchel, nýráðinn þjálfari Bayern, hafi engan áhuga á að halda Mané innan raða félagsins og allt verði gert til að selja framherjann í sumar. News #Mané: Understand the fine is more than 300k. @SkySportDE pic.twitter.com/v3w3c2daUa— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 16, 2023 Bayern er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, tveimur meira en Borussia Dortmund þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Liðið féll þó óvænt út úr þýsku bikarkeppninni eftir að Tuchel tók við og þá þarf það kraftaverk gegn Man City í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30 Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Mané gekk í raðir Bayern síðasta sumar en það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Senegalanum í Þýskalandi. Í tapinu gegn Man City lenti Mané og Sané saman sem leiddi til þess að Mané sló til þýska vængmannsins eftir leik. Höggið var nægilega þungt til að efri vör Sané stokkbólgnaði. Blaðamaðurinn Florian Plettenberg hefur greint frá því að Bayern hafi sektað Mané upp á 300 þúsund evrur eða rúmar 45 milljónir íslenskra króna. Plettenberg greinir einnig frá því að Tuchel, nýráðinn þjálfari Bayern, hafi engan áhuga á að halda Mané innan raða félagsins og allt verði gert til að selja framherjann í sumar. News #Mané: Understand the fine is more than 300k. @SkySportDE pic.twitter.com/v3w3c2daUa— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 16, 2023 Bayern er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, tveimur meira en Borussia Dortmund þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Liðið féll þó óvænt út úr þýsku bikarkeppninni eftir að Tuchel tók við og þá þarf það kraftaverk gegn Man City í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30 Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30
Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00