Gestirnir frá Madríd voru ekki upp á sitt besta í kvöld og voru heppnir þegar mark var dæmt af heimamönnum strax á 3. mínútu. Það var svo stundarfjórðung síðar sem Vinicíus Juníor þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Staðan var markalaus í hálfleik og Real í basli.
Á 68. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu, Rodrygo fór á punktinn en brenndi af og staðan enn markalaus. Það var svo á 81. mínútu sem Bellingham steig upp, hann skoraði þá af stuttu færi eftir að Joselu hafði skallað boltann á hann eftir hornspyrnu.
Jude Bellingham is the first Real Madrid player since Cristiano Ronaldo to score in his first three LALIGA matches
— ESPN FC (@ESPNFC) August 25, 2023
They both scored four goals pic.twitter.com/VLg6mHH8q5
Fjórða mark Bellingham í aðeins þremur leikjum og Real Madríd því áfram á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.